Hlaðvarpið

48. Andri Már Kristinsson Hugsmiðjunni

Informações:

Sinopsis

Í þessum þætti spjallar Óli Jóns við Andra Má Kristinsson hjá Hugsmiðjunni. Andri segir okkur frá sinni starfsreynslu, frá námi í HR til Google í Dublin og nú sem ráðgjafi hjá Hugsmiðjunni. Andri segir okkur líka hvernig er að búa í Dublin, frá akademíu Hugsmiðjunnar sem Andri er leiðbeinandi við ofl. Á vef Hugsmiðjunnar segir um fyrirtækið; Við hlustum á þig, á viðskiptavini þína og lærum að þekkja þá. Við nærumst á metnaðarfullum áskorunum, höfum skoðanir og leysum úr einföldum sem krefjandi viðfangsefnum. Og um Andra segir þar; Andri starfar sem ráðgjafi hjá Hugsmiðjunni og margra ára reynslu í vefmælingum. Á árunum 2010 og 2011 starfaði Andri hjá Google sem sérfræðingur og aðstoðaði marga af stærstu auglýsendum Noregs við notkun á Google Analytics. Síðan þá hefur hann hjálpað mörgum fyrirtækjum hér á landi við vefmælingar.