Sinopsis

Podcast by Óli Jóns

Episodios

 • 99. Freyr Ólafsson

  99. Freyr Ólafsson

  05/08/2020 Duración: 35min

  Freyr Ólafsson stjórnendaráðgjafi og formaður frjálsíþróttasambandsins er gestur minn í þætti númer 99 af Hlaðvarpinu á Jóns. Freyr sem er fjögurra barna faðir, íþróttafræðingur, tölvunarfræðingur og pistlahöfundur svo fátt eitt sé nefnt segir okkur frá lífi í leik og starfi í þessu viðtali. Freyr fer líka yfir hvað honum finnst mikilvægt í stjórnun fyrirtækja, hvar tækifæri liggja oþh.

 • FKA Snjólaug Ólafsdóttir

  FKA Snjólaug Ólafsdóttir

  05/08/2020 Duración: 31min

  Einn af síðustu viðmælendum mínum í þessari þáttaröð FKA og Jóns er dr. Snjólaug Ólafsdóttir. Snjólaug er doktor í umhverfisverkfræði frá Háskóla Íslands og með BS gráðu í efnafræði frá sama skóla. Hún valdi námið sem hún fór í af því að hún vildi kynnast umhverfinu og auka skilning sinn og annarra á því. Snjólaug fór í efnafræði til að læra betur um umhverfismál, og síðan í umhverfisverkfræðina í framhaldinu. Í náminu lagði hún áherslu á endurnýjanlega orku og loftgæði og eyddi miklum tíma í að hugsa eins og gasmólíkúl.

 • FKA Erla Ósk Pétursdóttir

  FKA Erla Ósk Pétursdóttir

  28/07/2020 Duración: 33min

  Erla starfar hjá fjölskyldufyrirtækinu Vísi hf í Grindavík. Í þessu spjalli segir hún okkur frá námi og starfi sínu í Bandaríkjunum, hvers vegna hún staldraði þar við eftir nám. 
Erla segir okkur líka frá því hvernig það er að alast upp við fiskinn og sjóinn og í fjölskyldurfyrirtæki. Einnig förum við inn á það hvernig viðhorf íslendinga hefur breyst gagnvart sjávarútvegsfyrirtækjum og öllum þeim breytingum sem hafa orðið á síðustu árum. Á visirhf.is segir um fyritækið
“Vísir er rótgróið, kröftugt og framsækið íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki þar sem öll áhersla er lögð á ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði. Fyrirtækið býr yfir góðum skipaflota útbúnum til línuveiða og rekur saltfiskvinnslu og frystihús í Grindavík. Afurðir Vísis eru fjölbreyttar, unnar úr fyrsta flokks hráefni, og framleiddar fyrir breiðan hóp kröfuharðra viðskiptavina  vítt og breitt um heiminn. Vísir hefur  í 50 ár notið mikillar gæfu og haft á að  skipa metnaðarfullu og tryggu starfsfólki  – mannauður fyrirtækisins er því lykillinn

 • FKA Svana Jóhannsdóttir

  FKA Svana Jóhannsdóttir

  25/07/2020 Duración: 41min

  Fyrir tæpum mánuði síðan koma í heimsókn til mín hún Svana Jóhannsdóttir eftir að hafa sent mér póst um að koma í spjall með þessari kynningu "Ég hef búið í Ecuador sem skiptinemi, í Argentínu til að læra að syngja tangó, í London sem aðstoðarleikstjóri og sýningarstjóri í fjórum leikhúsum á West End, í Barcelona sem viðskiptafræðinemi og seinna í spænskri sveit sem eiginkona sláturhússstjórans".

 • 98. Harpa Guðmundsdóttir

  98. Harpa Guðmundsdóttir

  23/07/2020 Duración: 32min

  Það var mér sönn ánægja og mikill heiður að fá að spjalla í stutta stund við kjarnakonuna og frumkvöðulinn Hörpu Guðmundsdóttur núna í júli. Harpa sem er iðjuþjálfi tók þátt í því að stofan Vesturafl  sem er "geðræktar og virknimiðstöð fyrir fólk sem vegna sjúkdóma, veikinda og/eða annarra tímabundinna aðstæðna býr við skert lífsgæði og getur því ekki tekið eins virkan þátt í samfélaginu og það óskar. Í Vesturafli er boðið uppá fjölbreytta þjónustu við hæfi hvers og eins. Í miðstöðinni er starfandi iðjuþjálfi sem aðstoðar fólk við að setja sér markmið og finna leiðir til að ná þeim" Harpa segir okkur frá tilkomu Vesturafls, hvernig rekstrinum er háttað ásamt því hvernig það er að búa á Ísafirði. Skemmtilegt viðtal við konu sem svo sannarlega lætur ekki sitt eftir liggja og lætur hendur standa fram úr ermum í öllu sem hún fæst við.

 • FKA Àgústa Sigrún Àgústsdóttir

  FKA Àgústa Sigrún Àgústsdóttir

  21/07/2020 Duración: 27min

  Það er óhætt að segja að Ágústa Sigrún sé með marga hatta. Hún er menntuð í og hefur starfað við markþjálfun, mannauðsstjórnun, sáttamiðlun, fararstjórn og söng svo eitthvað sé nefnt. Í þessu viðtalið fer Ágústa yfir þetta ásamt mörgu fleiru.

 • FKA Eva Magnúsdóttir

  FKA Eva Magnúsdóttir

  17/07/2020 Duración: 39min

  Ég hitti Evu Magnúsdóttur í júní síðast liðnum og þar ræddum við um hennar líf og störf. Hún sagði mér frá fyrirtækinu sínu Podium en það býður uppá sérfræðikunnáttu í stefnumótun, sjáfbærni og ímynd fyrirtækja. Eva sagði okkur líka frá Landvættinum sem hún er að taka þátt og frá FKA.

 • FKA Thelma Kristín Kvaran

  FKA Thelma Kristín Kvaran

  15/07/2020 Duración: 31min

  Skemmtilegt viðtal við Thelmu Kristínu Kvaran þar sem hún segir okkur frá sínum náms og starfsferli, útskýrir fyrir okkur Jafnvægisvogina og ræðir um FKA framtíð og margt fleira.

 • 97. Þór Sigurðsson

  97. Þór Sigurðsson

  15/07/2020 Duración: 31min

  Þór Sigurðsson frumkvöðull og stofnandi Expluria er viðmælandi Óla Jóns í þætti 97. Þór segir okkur frá startup verkefnum sem hann hefur komið að og kynnir okkur einnig fyrir Expluria. Á expluria.com segir um fyrirtækið "We believe connectivity and communication help create unforgettable travel experiences Expluria empowers tour operators, guides and booking offices, helping them provide unrivalled customer service experiences to travellers. ‍Our app is powered by a rich feature set that includes real-time notifications, all designed to help tour operators to do what they do best."

 • 96. Þóranna Jónsdóttir

  96. Þóranna Jónsdóttir

  08/07/2020 Duración: 28min

  Í þessum þætti fáum við að heyra í Þórönnu Jónsdóttir en hún er markaðs- og kynningarstjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Þóranna segir okkur frá SVÞ, og leiðinni frá leiklist og söng í störf við markaðsmál, hvað efnismarkaðssetning er og margt fleira.

 • FKA Lilja Bjarnadóttir

  FKA Lilja Bjarnadóttir

  07/07/2020 Duración: 24min

  Í þessum þætti fáum við að kynnast Lilju Bjarnadóttur. Lilja er með fyrirtækið Sáttaleiðin sem hún hefur rekið frá árinu 2015 og er ein af fáum starfandi sáttamiðlurum á landinu. Lilja hjálpar fólki að leysa ágreiningsmál af ýmsum toga, t.d. skilnaðarmál, umgengnismál, erfðamál, viðskiptadeilur, samskiptaerfiðleika á vinnustað og margt fleira.

 • FKA Hafdís Erla Bogadóttir

  FKA Hafdís Erla Bogadóttir

  02/07/2020 Duración: 28min

  Við höldum áfram að ræða við skemmtilegar FKA konur í þetta skiptið er það frumkvöðullinn Hafdís Erla Bogadóttir. Þessa dagana er hún og hennar fólk að kynna nýtt Ratleikjaapp. Appið er unnið í samvinnu við sveitarfélög og er það Akranesbær sem ríður á vaðið í tengslum við Írska daga.

 • 95. Einar Þór Gústafsson

  95. Einar Þór Gústafsson

  02/07/2020 Duración: 33min

  Gestur minn í þetta sinn er Einar Þór Gústafsson meðstofnandi Getlocal sem er 4 ára sprotafyrirtæki sem hefur stækkað hratt. Í dag er Getlocal með 60 kúnna í 40 löndum. Einar segir að Getlocal sé einskonar Shopify fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu.

 • FKA Olga Björt Þórðardóttir

  FKA Olga Björt Þórðardóttir

  29/06/2020 Duración: 29min

  Olga Björt Þórðardóttir er útgefandi og ritstjóri bæjarblaðsins Hafnfirðingur. Hún er með BA gráðu í íslensku og MA í blaða- og fréttamennsku. Olga Björt segir frá því hvað varð til þess að hún valdi fjölmiðlun, eftir að hafa starfað víða á vinnumarkaði til að finna sína styrkleika og réttu fjalir. Hún kynntist fjölmiðlafræðum þegar hún kláraði „loksins“ stúdentspróf 32 ára í FB, eftir að hafa stefnt á guðfræði. Hún segir frá starfsumhverfi fjölmiðla í dag, hvernig rekstur bæjarblaðs gengur fyrir sig og hversu mikilvægt er að allir finni leiðina að skemmtilegasta starfi í heimi sem lætur okkur finnast við aldrei vera í vinnunni.

 • FKA Dísa Óskarsdóttir

  FKA Dísa Óskarsdóttir

  24/06/2020 Duración: 27min

  Næst á dagskrá í þessari nýju þáttaröð þar sem Óli Jóns hittir FKA konur er Dísa Óskarsdóttir. Ég heimsótti Dísu í Skjaldarvík rétt við Akureyri þar sem hún rekur gistiheimili. Dísa sem er grafískur hönnuður hefur skreytt gistiheimilið með verkum sem hún sjálf hefur gert. Á Skjaldarvík er líka hestaleiga og veitingastaður, þegar ég kom í heimókn var frekar rólegt yfir staðnum enda Kovid búið að hafa mikil áhrifa á íslenska ferðaþjónustu líka og annarsstaðar í heiminum. En það var engan bilbug að finna á Dísu enda með mörg járn í eldinum.

 • 94. Magnús Hafliðason

  94. Magnús Hafliðason

  24/06/2020 Duración: 36min

  Magnús er í dag forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Sýnar. Magnús starfaði í mörg ár hjá Dominos, einnig hjá Joe & the Juice ásamt því að sitja í stjórn ÍMARK og fjölda fyrirtækja. Magnús segir okkur frá árunum hjá Dominos og muninum á því að starfa að markaðsmálum annars vegar á Íslandi svo hinum norðurlöndunum.

 • FKA Sigríður Hrund Pétursdóttir

  FKA Sigríður Hrund Pétursdóttir

  22/06/2020 Duración: 47min

  Ný þáttaröð þar sem Óli Jóns tekur púlsinn á FKA konum. Sigríður Hrund Pétursdóttir eigandi Vinnupalla ehf, fjárfestir og FKA kona ríður á vaðið í fyrsta þætti af þessari nýju þáttaröð. Við ræðum meðal annars, lífið, menntun, fyrirtækjarekstur, fjölskyldulíf og jafnrétti. Áhugavert og skemmtilegt viðtal við Sigríði.

 • 93. Haukur Jarl Kristjánsson

  93. Haukur Jarl Kristjánsson

  19/06/2020 Duración: 44min

  Haukur Jarl er titlaður hjá Performance Marketing Director hjá The Engine sem er hluti af Pipar/TBWA en hann hefur starfað að markaðsmálum í mörg ár. Í þessu viðtali spjöllum við Haukur um ýmislegt sem snýr að SEM (searh engine marketing) um markmiðasetningu mælingar og margt fleira. Haukur hefur starfað fyrir mörg stór vörumerki hér heima og erlendis ástamt því að vinna til verðlauna fyrir störf sýn.

 • 92. Andri Jónsson

  92. Andri Jónsson

  10/06/2020 Duración: 35min

  Andri Jónsson stofnaði Barnaloppuna ásamt Guðríði Gunnlaugsdóttur. Barnaloppan sem er að erlendri fyrirmynd er staður þar þú getur keypt og selt notaðar barnavörur. Á barnaloppan.is segir; "Í Barnaloppunni getur þú bæði keypt og selt notaða barnavöru, allt frá fötum og leikföngum til barnavagna og bílstóla. Sem seljandi leigir þú bás (erum með 205 bása til leigu) í eina viku að lágmarki og verðleggur sjálf/ur vörurnar þínar. Verðmiða með strikamerki munum við svo útvega í verslun okkar, og þegar vörurnar eru komnar í básinn sjáum við um restina. Við þjónustum viðskiptavini verslunarinnar og sjáum um söluna fyrir þig. Þú hefur möguleika á að fylgjast með sölunni þinni rafrænt, og við greiðum þér svo söluhagnaðinn með millifærslu samdægurs. Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt!"

 • 91. Þórhildur Edda Gunnarsdóttir

  91. Þórhildur Edda Gunnarsdóttir

  03/06/2020 Duración: 22min

  Þórhildur Edda eigandi og ráðgjafi hjá Parallel er gestur Óla Jóns í þætti 91. Parallel sérhæfir sig í greiningu og stjórnun stafrænna verkefna, innleiðingu nýrra verkferla og stefnumótun fyrir stafræna umbreytingu. Í þessu viðtalið kryfjum við hvað stafræn umbreyting er, afhverju hún er mikilvæg og fyrir hverja hún er. Þórhildur segir okkur frá ferlinu sem þau hjá Parallel fóru í gegnum með Kringlunni nýverið.

página 1 de 6

Informações: