Hlaðvarpið

Informações:

Sinopsis

Podcast by Óli Jóns

Episodios

  • 62. Valdimar Sigurðsson Háskólanum í Reykjavík

    11/07/2019 Duración: 44min

    Viðtal við Dr. Valdimar Sigurðsson Prófessor við viðskiptadeild HR. PhD Dr. Valdimar Sigurðsson er prófessor í markaðsfræði og neytendasálfræði við viðskiptadeild HR. Valdimar lauk doktorsprófi sínu við Cardiff University. Valdimar hefur birt fjölda greina og bókakafla og unnið til rannsóknarstyrkja. Hann hefur unnið með fjölmörgum fyrirtækjum í markaðsmálum bæði á Íslandi sem og erlendis.

  • 61. Oddur & Ægir hjá Key Of Marketing

    03/07/2019 Duración: 30min

    Í þessum þætti komu í spjall hjá Óla Jóns þeir Oddur Jarl Haraldsson og Ægir Hreinn Bjarnason en þeir eiga Key Of Marketing sem sérhæfir sig í að finna bestu leiðirnar fyrir fyrirtæki að markaðssetja sig á samfélagsmiðlum. Á keyofmarketing.is segir;
"Hvernig byrjaði þetta?
„Þetta byrjaði allt fyrir um ári síðan þegar Oddur Jarl Haraldsson, sem sjálfur stóð í eigin sölurekstri ásamt mér, Ægi Hreini Bjarnasyni og öðrum félögum sínum, byrjaði að sjá um auglýsingar hjá öðru fyrirtæki meðfram eigin rekstri. Vinir Odds og vandamenn, sem sjálfir áttu fyrirtæki, sáu hversu vel gekk hjá Oddi að markaðssetja og réðu Odd til að sjá um markaðssetningu fyrir sig,“ segir Ægir. Eftir það fór markaðsfyrirtækið Key of Marketing á flug og fluttist eftir stutta starfsemi í glæsilega skrifstofuaðstöðu í Ármúlanum. Ægir kom inn sem sölustjóri fyrirtækisins og réðu þeir inn fleiri starfsmenn til þess að verða við vaxandi eftirspurn. 
Hvað gerum við?
Við sjáum um auglýsingar á Facebook, Instagram, Google, Youtube og Email.Við notum

  • 60. Friðrik Larsen Brandr

    20/06/2019 Duración: 31min

    Friðrik Larsen hjá Brandr, Larsen Energy Branding og Háskóla Íslands í góðu spjalli um vörumerki. Hvað er vörumerki og hvað er ekki vörumerki, starfsemi Brandr og kennslan hjá HÍ er meðal annars það sem við förum yfir. Friðrik segir okkur líka frá bók sem hann skrifaði og er hægt að nálgast á Amazon Energy Branding: Harnessing Consumer Power.

  • 59. Magnús Àrnason - Nova

    12/06/2019 Duración: 36min

    Það þarf líklega ekki að kynna Nova fyrir neinum á Íslandi í dag, stærsta skemmtistað í heimi. Sama má segja um Magnús Árnason sem er með titilinn CHIEF DIGITAL OFFICER hann þarf ekki að kynna fyrir markaðsfólki á Íslandi. Magnús hefur unnið hjá fyrirtækjum einsog Íslandssíma, Latabæ, OZ og sat í stjórn Cintamani. Einnig stofnaði Magnús og rak auglýsingastofuna Vatíkanið ásamt félaga sínum. Magnús segir okkur frá hvernig Nova stærsti skemmtistaður í heimi vinnur að sýnum markaðssmálum. Mjög gott spjall sem enginn áhugamaður um markaðsmál má láta framhjá sér fara.

  • 58. Sesselía Birgisdóttir Advania

    05/06/2019 Duración: 41min

    Sesselía Birgisdóttir hjá Advania kom í spjall í þessum þætti. Við ræddum markaðsmálin hjá Advania, verkefnin sem hún var áður en hún kom til Advania ss Red Apple Apartments. Sesselía segir okkur líka frá tilkomu viðburðarins Þú sem vörumerki sem haldin var núna í vor og var fullt hús í bæði skiptin. Á vef stjórnvísi segir um viðburðinn;,,Þú sem vörumerki - leiðir til að auka sýnileika og skara framúr"Faghópur um þjónustu og markaðsstjórnun hélt í morgun vel sóttan fund í HR þar sem á annað hundrað manns mættu.   Sesselía Birgisdóttir var fyrri fyrirlesari dagsins.  Hún hefur mikla reynslu af sölu- og markaðsmálum, þá sérstaklega er viðkemur stafrænum heimi sem tekur sífelldum breytingum. Hún hefur hvað lengst starfað í Svíþjóð og er nú forstöðumaður markaðsmála og stafrænnar miðlunar hjá Advania. 

  • 57. Hugrún og Birgitta StudioYellow

    29/05/2019 Duración: 32min

    Nú í vor útskrifuðust þær Hugrún Rúnarsdóttir og Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir úr Vefskólanum, Þær kíktu í viðtal til mín og sögðu frá hvað varð til þess að þær völdu að fara í Vefskólann, sögðu okkur frá náminu og síðast en ekki síst frá Studio yellow sem þær stofnuðu.

  • 56. Steinar Ingi Kolibri

    22/05/2019 Duración: 39min

    Steinar er hönnunarstjóri Kolibri. Hann hefur komið að fjölmörgum verkefnum í vef- og hugbúnaðarþróun á sínum ferli og hefur snertiflöt á flestum þeim verkefnum sem Kolibri kemur að. Hann leiðir framþróun hönnunaraðferða hjá Kolibri og hefur verið í lykilhlutverki í innleiðingu á þjónustuhönnun og hönnunarhugsun (e. design thinking) innan fyrirtækisins. Steinar er með BA gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands og MA (Res) gráðu í týpógrafíu & grafískum samskiptum frá Háskólanum í Reading.

  • 55. Pétur Arason & Maríanna Magnúsdóttir frá MANINO

    15/05/2019 Duración: 37min

    Áhugavert spjall við Pétur og Maríönnu hjá Manino Á manino.is segir um fyrirtækið Við hjá MANINO sérhæfum okkur í stjórnendaráðgjöf, kennslu og að halda framúrskarandi ráðstefnur með fókus á nýsköpun! Við erum heppin að hafa sterkt tengslanet víða um heim og aðgengi að sérfræðingu sem vilja deila reynslu sinni Maríanna Magnúsdóttir Umbreytingaþjálfari Maríanna er umbreytingaþjálfari og breytingaafl með ástríðu fyrir því að hjálpa öðrum að ná árangri. Maríanna hefur sérstakan áhuga á því að ná rekstrarlegum árangri með því að setja fókus á að þróa fólk, byggja upp árangursrík teymi og skapa vinnukerfi þar sem mannauður blómstrar. Maríanna er rekstrarverkfræðingur með M.Sc.gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Pétur Arason Eigandi Manino og stofnandi Icelandic Lean Institute Arason er Chief Callenger of StatusQuo@Manino og stofnandi Icelandic Lean Institute. Pétur er MSc rekstrarverkfræðingur og sérhæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf og kennslu, ásamt því að þýða fræðibækur. Pétur hefur leitt stefnumótun, stýrt stórum

  • 54. Elvar Páll Sigurðsson Pipar\TBWA

    04/10/2018 Duración: 26min

    Elvar Páll Sigurðsson er í forsvari fyrir DAN (Digital Arts Network) hjá Pipar\TBWA ásamt því að vera í forsvari fyrir The Engine eftir nýlega sameiningu Pipars/TBWA og The Engine.Elvar hélt skemmtilegan fyrirlestur um gögn og skapandi notkun þeirra ásamt því að sýna á skemmtilegan máta hvernig hann sjálfur bjó til gögn á meðan fyrirlestrinum stóð. Elvar fer líka yfir starfið sitt hjá Pipar, segir okkur muninn á Facebook auglýsingum og Facebook"statusum". Elvar útskýrir A/B testing ásamt því að fara yfir helstu samfélagsmiðla og hvernig er gott að nýta sér þá í markaðssetningu.

  • 53. Ragnheiður Þorleifsdóttir - Hugsmiðjan

    26/09/2018 Duración: 28min

    Ragnheiður Þorleifsdóttir framkvæmdarstóri hjá Hugsmiðjunni í fyrsta þætti vetrarins. Við fáum að kynnast Ragnheiði sem og Hugsmiðjunni í þessum þætti.  Hugsmiðjan býður uppá margskonar þjónustu í starfænum lausnum, ásamt því að reka Vefakademínua: Á hugsmidjan.is/akademian/ segir; "Við viljum kenna þér allt sem við kunnum og gera þig um leið að verðmætari starfskrafti. Þróunin á netinu er gríðarlega hröð og mörg fyrirtæki sitja eftir án þess að nýta tækifærin sem eru til staðar."

  • 52. Sigurður Ragnarsson Bifröst

    22/06/2018 Duración: 46min

    Sigurður Ragnarsson lektor og forseti viðskiptafræðideildar háskólans á Bifröst kom í spjall í vor. Við ræðum um stjórnun og forystu, markaðsmál, menntun og margt fleira. Sigurður Ragnarsson Lektor og forseti viðskiptafræðideildar háskólans á Bifröst Sigurður segir okkur meðal annars hvað er í boði á Bifröst, um viðskiptafræðina og fjarnámið sem er boði þar. Flestir nemendur á Bifröst taka námið þar með vinnu enda er námskráin hönnuð með það í huga. Sigurður kemur einnig inná mikilvægi menntunar í íslensku atvinnulífi. Í haust er Bifröst að byrja að bjóða upp á BS nám í viðskiptagreind og fer Sigðurður einnig yfir það, mjög spennandi nám. Sigurður vinnur nú að doktors verkefni sínu en í því verkefni rannsakar hann Þjónandi forysta eða Servent leadership. Fyrirtæki einsog Southwest Airlines og Starbucks hafa meðal annars nýtt sér Þjónandi forystu Sigurður hefur heimsótt fyrirtæki í Bandaríkjunum í þeirri vinnu og stefnir hann á að klára þessa vinnu næsta vetur.

  • 51 Lella Erludóttir Hey Iceland

    03/05/2018 Duración: 37min

    Lella Erludóttir er markaðsstjóri Hey Iceland. Lella segir okkur frá Hey Iceland sem er nýtt vörumerki fyrir Ferðaþjónustu bænda. Á vefsíðu Hey Iceland segir um fyrirtækið  Við bjóðum upp á yfir 170 gististaði af ýmsu tagi um land allt, frá litlum og notalegum stöðum upp í stærri gististaði sem henta vel fyrir hópa. Hjá okkur finnur þú bændagistingu, svefnpokagistingu, sumarbústaði, íbúðir og sveitahótel en gististaðir okkar eru staðsettir í fögru og friðsælu umhverfi sveitarinnar. Lella sem hefur alltaf verið hrifin af sögu og sagnalist lærði fyrst sálfræði í háskóla og svo blaða og fréttamennsku. Hún er svo ráðin í sprotafyrirtækið Tripcreator sem textamannseskja og content marketing (efnismarkaðssetning). Þar hélt hún utan um samfélagsmiðlana, ritstýringu á vefnum, bloggið og fleira. Byrjar svo sem sérfræðingur í vef og markaðsmálum hjá Hey Iceland þar á eftir og er nú orðinn markaðsstjóri. Við Lella ræðum um hvaða markaðsleiðir Hey Iceland er að nota, Google Adwords, Content Marketing og samfél

  • 50. Alda Karen Hjaltalín #2

    11/04/2018 Duración: 55min

    Tímamót hjá hlaðvarpinu á jons.is, þáttur númer 50 kemur nú í loftið. Að því tilefni fékk ég til mín Öldu Karen Hjaltalín sem kom einnig í þátt númer 10. Mikið hefur verið um að vera hjá Öldu síðan sá þáttur kom í loftið, hún er flutt til New York, hún er búin að fylla Eldborgarsal Hörpu, koma að stofnun frumkvöðla fyrirtækja í New York,  svo fátt eitt sé nefnt.  Er Alda Karen að verða bóndi? Hvað er hægt að komast af með mikið marketing budget til að fylla Eldborg? Hvað er mindgym? Hvernig kynnist maður nýju fólk í stórri borg? Hvað er Life masterclass? Hvernig er að stofna fyrirtæki í USA? Alda svarar þessum spurningum ásamt miklu fleiri í þessu spjalli okkar.

  • 49. Fjalar Sigurðarson Nýsköpunarmiðstöð Íslands

    22/03/2018 Duración: 45min

    Fjalar Sigurðarson markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands er gestur Óla Jóns í þætti númer 49 á jons.is  Fjalar hefur starfað í fjölmörg ár að markaðssmálum og í fjölmiðlum. Hann starfaði meðal annars á auglýsingastofunni Nonna og Manna og var einnig með sjálstæðan rekstur sem ráðgjafi í tíu ár. Undan farinn tvö ár hefur Fjalar starfað hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.  Nýsköpunarmiðstöðin heldur úti fjölbreyttri starfsemi sem skiptist í megin þáttum í tvö svið Tæknirannsóknir og ráðgjöf annarsvegar og stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki hinsvegar. "Öflug stuðningsþjónusta og þekkingarmiðlun fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki" Við Fjalar ræðum hvað er í boði hjá Nýsköpunarmiðstöðinni, til dæmis frumkvöðlasetur, námskeið sem í boði eru og vefsíðuna nmi.is sem hefur að geyma mikið af upplýsingum sem nýtast aðilum í fyrirtækjarekstri. Stafrænt forskot er verkefni sem Nýsköpunarmiðstöðin er nýbúin að koma á legg með aðstoð og að skoskri fyrirmyndi. forskot.nmi.is "Stafrænt forskot er safn af vefritum sem Nýs

  • 48. Andri Már Kristinsson Hugsmiðjunni

    15/03/2018 Duración: 52min

    Í þessum þætti spjallar Óli Jóns við Andra Má Kristinsson hjá Hugsmiðjunni. Andri segir okkur frá sinni starfsreynslu, frá námi í HR til Google í Dublin og nú sem ráðgjafi hjá Hugsmiðjunni. Andri segir okkur líka hvernig er að búa í Dublin, frá akademíu Hugsmiðjunnar sem Andri er leiðbeinandi við ofl. Á vef Hugsmiðjunnar segir um fyrirtækið; Við hlustum á þig, á viðskiptavini þína og lærum að þekkja þá. Við nærumst á metnaðarfullum áskorunum, höfum skoðanir og leysum úr einföldum sem krefjandi viðfangsefnum. Og um Andra segir þar; Andri starfar sem ráðgjafi hjá Hugsmiðjunni og margra ára reynslu í vefmælingum. Á árunum 2010 og 2011 starfaði Andri hjá Google sem sérfræðingur og aðstoðaði marga af stærstu auglýsendum Noregs við notkun á Google Analytics. Síðan þá hefur hann hjálpað mörgum fyrirtækjum hér á landi við vefmælingar.

  • 47. Edda Blumenstein Ráðgjafi í Omni Channel stefnumótun

    28/02/2018 Duración: 34min

    Edda er ráðgjafi í Omni Channel, þar með talið greiningum, stefnumótun og áætlanagerð til að aðstoða fyrirtæki við innleiðingu. Með innleiðingu á Omni Channel geta fyrirtæki gripið tækifæri stafrænu byltingarinnar (4 iðnbyltingarinnar) til að mæta væntingum nútíma viðskiptavina betur, bæta samkeppnishæfni og hámarka árangur. Edda er með áralanga reynslu af sölu og markaðssetningu, markaðsgreiningum, markaðsáætlanagerð, stjórnun, og stefnumótun. Edda hefur einnig stofnað og rekið heimasíður og netverslanir fyrir alþjóðleg vörumerki og haldið fjölda námskeiða tengda markaðsmálum og Omni channel. Edda er með B.Sc gráðu í International Marketing, Mastersgráðu í Fashion, Enterprise and Society frá Leeds University og er í dag að vinna að doktors rannsókn í innleiðingu fyrirtækja á Omni Channel Strategy við Leeds University Business School. Sjá nánar á LinkedIn, Facebook og strategia.is Netfang: edda@strategia.is Símanúmer: 823-4564 eða +44 7448741086

  • 46. Anna Fríða Gísladóttir Podcast markaðsstjóri Dominos

    31/01/2018 Duración: 36min

    Í nýjasta þætti á jons.is mætir Anna Fríða Gísladóttir. Anna er 27 ára og er markaðsstjóri Domino’s ásamt því að sitja í framkvæmdarstjórn fyrirtækisins. Hún hóf störf þar á loka ári í námi í BS í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Við förum yfir hennar starfsferill sem er afar tengdur Dominos svo ekki sé meira sagt. Einnig segir Anna Fríða okkur frá markaðsstarfi Dominos, hvernig starfið skiptist eftir árstíðum, samstarfið við körufboltann á Íslandi osfrv. Verkefnin eru að sjálfsögðu misjafnlega mikið skemmtileg og krefjandi, allt frá gerð á markaðáætlun fyrir fyrirtæki og í það að smakka nýjar pizzur.

  • 45. Salóme Guðmundsdóttir Icelandic Startups

    16/01/2018 Duración: 27min

    Í þessum þætti Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups. Salóme Guðmundsdóttir er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri Icelandic Startups frá árinu 2014. Þar hefur hún fóstrað grasrót frumkvöðlastarfs á Íslandi og byggt upp starfsemi félagsins í kjölfar sameiningar Klak og Innovit árið 2013. Salóme hefur lagt mikla áherslu á aukin alþjóðleg tengsl og síðustu tvö ár verið valin sem ein af hundrað áhrifamestu einstaklingunum í sprotaumhverfinu á Norðurlöndunum. Hún segir okkur frá frumkvöðlastrafinu á Íslandi, Gullegginu, ásamt starfsemi Icelandic Startups.

  • 44. Helga Valfells Crowberry Capital

    08/01/2018 Duración: 31min

    Helga er Founding og Managing Partner hjá Crowberry Capital sem er fjárfestingarsjóður. Hún stofnaði hann ásamt samstarfskonum sínum úr Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, þeim Jenný Ruth Hrafnsdóttur og Heklu Arnardóttur. Á vefsíðunni þeirra crowberrycapital.com segir um sjóðinn WE INVEST IN BOLD, CREATIVE & HARDWORKING ENTREPRENEURS Crowberry Capital invests at seed and early stage in outstanding teams building global businesses around true technology advantages. We work with our teams to build fast paced, international companies from the Nordics. We have a strong follow through philosophy. We back the best from seed to exit in order to create maximum value for our investors. Í samtali við Viðskiptablaðið í nóvember síðastliðnum sagði Helga meðal annars þegar hún var spurð út í hvað kæmi nýsköpunarfrumkvöðlum mest á óvart þegar þeir leggja af stað út í heiminn „Mikilvægi þess að selja vöruna. Hugsunin „þetta selur sig sjálft“ er ótrúlega algeng. Maður hittir mjög mikið af góðu tækni- og vísindafólki sem f

  • 43. Hannes Agnarsson Johnson

    29/12/2017 Duración: 27min

    Nú fyrir jólin hélt SVEF hádegisviðurð á Nauthól sem kallaðist "Í tólin fyrir jólin"  Þar héldu nokkrir sérfærðingar fyrirlestur um þau verkfæri sem þau nota í sínum störfum og þar á meðal var Hannes frá Tripcreator. Hans fyrirlestur nefndist "Hvernig getur þú (löglega) njósnað um samkeppnina – stolið verkfærakistunni og markaðsherferðunum þeirra?" Okkur langaði að vita meira og fengum því Hannes í smá spjall nú um miðjan desember.

página 7 de 10